Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 27  —  27. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fjárfesta og Keflavíkurflugvöll.

Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé.


     1.      Hefur ráðherra rætt beint við einhverja sem hafa sýnt áhuga á kaupum á Isavia ohf., hlut í fyrirtækinu, alþjóðaflugvellinum í Keflavík eða einhverri starfsemi tengdri fyrirtækinu eða flugvellinum? Ef svo er, þá hverja og hvenær?
     2.      Hverjir sátu fund með Kviku banka hf. og fulltrúum Macquarie-fjárfestingarsjóðsins í ráðuneytinu 5. apríl sl.? Hvenær frétti ráðherra af þeim fundi?
     3.      Hverjir sátu fund með sömu aðilum 31. maí og hvenær frétti ráðherra af þeim fundi?
     4.      Voru viðræðurnar að frumkvæði ráðherra, ráðuneytisins eða fjárfestanna?
     5.      Hafa verið haldnir aðrir fundir af hálfu ráðuneytisins eða annarra ráðuneyta með fjárfestum, innlendum sem erlendum, vegna áhuga þeirra á að kaupa Isavia ohf. að hluta eða heild, eða fjárfestum í starfsemi tengdri fyrirtækinu? Ef svo er, hverjir sátu þá fundi og hvenær frétti ráðherra af þeim?
     6.      Hyggst ráðherra virkja lið í heimildargrein fjárlaga um að ráðherra megi afsala, í samráði við viðeigandi aðila, flugbrautakerfi, tengdu akbrautakerfi og flughlöðum á Keflavíkurflugvelli til Isavia ohf., áður en viðræðurnar verða til lykta leiddar?
     7.      Verði starfsemi Isavia ohf. seld, að hluta eða heild, hvernig hyggjast stjórnvöld tryggja neytendavernd?


Skriflegt svar óskast.