Ferill 54. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 54  —  54. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aðgang að heilbrigðisgáttinni Heilsuveru.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða ástæður eru fyrir því að krafist er rafrænna skilríkja til að fá aðgang að Heilsuveru?
     2.      Hvernig telur ráðherra það samræmast markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu að gera kröfu um að einstaklingar séu í viðskiptum við einkaaðila til að fá aðgang að Heilsuveru?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að hið opinbera sjái almenningi fyrir rafrænum skilríkjum sem ekki krefjast þess að viðkomandi sé í viðskiptum við einkaaðila?


Skriflegt svar óskast.