Ferill 96. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 96  —  96. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um kennitölur til erlendra ríkisborgara.

Frá Pawel Bartoszek.


     1.      Hver er heildarfjöldi kennitalna sem Þjóðskrá Íslands hefur gefið út til erlendra ríkisborgara á árunum 2010–2016, annars vegar til ríkisborgara innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og hins vegar til ríkisborgara utan EES? Svar óskast sundurgreint eftir árum.
     2.      Hver hefur verið meðalbiðtími ríkisborgara annars vegar frá EES-ríki og hins vegar frá öðrum ríkjum eftir kennitölu á fyrrnefndu árabili? Svar óskast sundurgreint eftir árum.


Skriflegt svar óskast.