Ferill 97. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 97  —  97. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um barnalög.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hver hefur árangur verið af breytingum á barnalögum, nr. 76/2003, sem tóku gildi í janúar 2013, þar sem vægi ofbeldis var aukið við ákvörðun forsjár og umgengni, sbr. 34. og 47. gr. laganna?
     2.      Hver hafa áhrif sáttameðferðar verið, sbr. 33. gr. a laganna, hversu langan tíma tekur slík sáttameðferð og hversu langan tíma að meðaltali er æskilegt að hún taki?


Skriflegt svar óskast.