Ferill 99. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 99  —  99. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um undanþágur frá afborgunum námslána.

Frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur.


     1.      Hverjar eru vinnureglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, við mat á hvort umsækjandi fái undanþágu frá afborgun námslána?
     2.      Er tekið tillit til félagslegrar stöðu umsækjenda, þ.m.t. fjölda barna á framfærslu einstaklings eða sambúðarfólks, þegar litið er á heildartekjur þeirra á ársgrundvelli?
     3.      Hversu margir umsækjendur hafa á ári hverju frá og með 2013:
                  a.      fengið neitun um undanþágu frá afborgun námslána eingöngu á grundvelli gr. 8.5.1 í úthlutunarreglum LÍN, þ.e. að árstekjur einstaklings hafi verið yfir 3.790.000 kr. eða árstekjur hjóna/sambúðarfólks yfir 7.580.000 kr.,
                  b.      fengið neitun um undanþágu frá afborgun námslána m.a. á grundvelli þess að árstekjur þeirra hafi verið of miklar, og
                  c.      fengið undanþágu þrátt fyrir að vera með tekjur yfir viðmiðunarmörkum?
     4.      Á hvaða lagalegu forsendum telur LÍN sig geta neitað umsækjanda um undanþágu á grundvelli árstekna?
     5.      Hvernig samrýmist 4. mgr. gr. 8.5.1 úthlutunarreglna LÍN, um að að jafnaði sé miðað við að ástæður þær sem valdi örðugleikunum hafi varað í a.m.k. fjóra mánuði fyrir gjalddaga afborgunar, 6. mgr. 8. gr. laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992, þar sem segir að stjórn sjóðsins sé heimilt að veita undanþágu frá árlegri endurgreiðslu ef skyndilegar og verulegar breytingar verða á högum skuldara?
     6.      Hversu margir umsækjendur um undanþágu frá greiðslu hafa árlega frá og með 2013 fengið:
                  a.      neitun um undanþágu á þeim forsendum að örðugleikar þeirra hafi ekki varað í fjóra mánuði fyrir gjalddaga afborgunar, og
                  b.      undanþágu frá afborgun þrátt fyrir að örðugleikar þeirra hafi ekki varað í fjóra mánuði fyrir gjalddaga afborgunar?
     7.      Er það skilningur LÍN að til þess að veita undanþágu frá afborgun skv. 6. mgr. 8. gr. laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna þurfi viðkomandi að uppfylla eitt þeirra skilyrða sem nefnd eru í greininni og auk þess skilyrði um árstekjur lánþega í 2. mgr. 1. mgr. gr. 8.5.1 í úthlutunarreglum sjóðsins? Á hvaða lagalegu forsendum byggist það?


Skriflegt svar óskast.