Ferill 130. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 130  —  130. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um skólaakstur og malarvegi.

Frá Teiti Birni Einarssyni.


     1.      Hve margir grunnskólanemendur nýta sér skólaakstur og hvernig skiptast þeir á milli sveitarfélaga?
     2.      Hver er heildarkílómetrafjöldi daglegs skólaaksturs innan hvers sveitarfélags, hve stór hluti hans fer um malarvegi og hver er fjöldi einbreiðra brúa á akstursleið skólabifreiða í hverju sveitarfélagi?
     3.      Hafa verið kannaðar leiðir til að lækka framkvæmdakostnað við endurbætur á malarvegum, t.d. hvort unnt sé með einhverju móti að lækka kostnað við lagningu bundins slitlags og ef svo er, hvaða niðurstöðum hafa slíkar kannanir skilað?
     4.      Eru uppi áform um átak í endurbótum á malarvegum sem skólaakstur fer um?


Skriflegt svar óskast.