Ferill 72. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 167  —  72. mál.




Svar


forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ferðakostnað alþingismanna.


     1.      Hver var mánaðarlegur og árlegur ferðakostnaður alþingismanna á árunum 2013– 2016, skipt eftir kjördæmum viðkomandi en flokkaður eftir fargjaldi innan lands, dvalarkostnaði innan lands, leigubílum, bílaleigubílum og akstri samkvæmt akstursdagbók? Óskað er eftir að flokkun sé hlutlaus.

Árlegur ferðakostnaður alþingismanna á árunum 2013–2016.

2013 2014 2015 2016
Fargjöld innanlands
Reykjavík norður 165.027 462.042 278.345 230.390
Reykjavík suður 46.974 365.886 364.749 175.099
Suðvestur 208.248 319.760 340.685 60.035
Norðvestur 1.555.771 1.762.351 1.782.663 2.002.071
Norðaustur 5.364.100 5.373.206 6.913.434 7.154.568
Suður 424.127 903.524 651.096 662.536
Dvalarkostnaður innanlands
Reykjavík norður 192.028 384.486 287.034 51.620
Reykjavík suður 34.879 185.700 187.733 168.158
Suðvestur 274.942 484.816 328.849 55.711
Norðvestur 397.130 444.758 590.491 438.708
Norðaustur 680.863 877.848 1.048.889 723.805
Suður 92.090 442.323 134.180 274.926
Leigubifreiðar
Reykjavík norður 3.500 12.850 7.050 11.140
Reykjavík suður 0 1.450 0 1.700
Suðvestur 0 10.200 14.170 0
Norðvestur 35.680 16.240 17.650 5.790
Norðaustur 191.299 125.090 119.860 156.375
Suður 0 4.450 7.630 5.150
Bílaleigubifreiðar
Reykjavík norður 72.485 128.760 0 0
Reykjavík suður 0 71.334 20.084 0
Suðvestur 230.488 170.328 149.333 8.101
Norðvestur 1.127.196 1.301.225 5.334.129 6.135.923
Norðaustur 3.873.404 4.221.594 5.075.967 5.678.689
Suður 17.307 293.151 174.127 8.301
Endurgreiðsla samkvæmt akstursbók
Reykjavík norður 61.596 519.912 309.024 406.230
Reykjavík suður 1.482.527 1.463.688 1.662.860 1.940.070
Suðvestur 338.488 696.928 1.041.076 326.260
Norðvestur 14.643.596 16.347.271 6.286.760 3.952.014
Norðaustur 5.803.975 6.841.441 5.475.884 5.787.284
Suður 19.706.595 24.260.962 21.870.764 22.245.102
Annar akstur, m.a. veggjald í Hvalfjarðargöng
Reykjavík norður 2.000 0 6.000 2.000
Reykjavík suður 11.350 4.000 6.000 20.350
Suðvestur 0 6.000 4.000 0
Norðvestur 265.515 356.374 145.578 397.280
Norðaustur 23.050 19.970 16.000 17.582
Suður 6.000 19.633 15.000 7.000


     2.      Hversu marga kílómetra óku þingmenn samkvæmt akstursdagbók á fyrrgreindu árabili og hver er heildarkostnaður samkvæmt almennu gjaldi, sérstöku gjaldi og torfærugjaldi, flokkað eftir fjölda þingmanna og kjördæmum?

Eknir kílómetrar samkvæmt akstursdagbók.

2013 2014 2015 2016
Reykjavík norður 13.310 12.710 14.335 17.637
Reykjavík suður 531 4.485 2.664 3.693
Suðvestur 2.918 6.008 8.969 2.966
Norðvestur 140.981 154.958 57.153 38.940
Norðaustur 54.474 61.832 49.384 55.463
Suður 184.921 232.865 205.180 224.322

     3.      Hver var mánaðarlegur og árlegur aksturskostnaður sérhvers þeirra þriggja þingmanna sem fengu hæstu greiðslurnar samkvæmt akstursskýrslu á fyrrgreindu árabili í hverju kjördæmi?
    Skrifstofa þingsins fær á hverju ári margar nær samhljóða fyrirspurnir um endurgreiðslu ferðakostnaðar innan lands til einstakra þingmanna. Þeim hefur verið svarað sem næst með þessum orðum:
    Akstur einstakra þingmanna innan lands fer eftir mjög skýrum reglum sem eru opinberar og öllum aðgengilegar. Umfang hans og kostnaður er rakinn í fyrri liðum þessa svars. Litið er svo á að hann tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna. Þess vegna hafa almennt ekki verið veittar persónugreinanlegar upplýsingar um þessar endurgreiðslur með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga. Skrifstofan hefur því ekki unnið sérstaklega úr bókhaldi þingsins yfirlit yfir akstur hvers og eins þingmanns til birtingar heldur aðeins takið saman heildarkostnað af akstri þingmanna samkvæmt endurgreiddum reikningum. Endurskoðun á þessum kostnaði, eins og öðru í bókhaldi Alþingis, er á vegum Ríkisendurskoðunar.