Ferill 56. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 58  —  56. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um afnám vasapeningakerfis á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Við hvaða hjúkrunarheimili var samið um að taka þátt í tilraunaverkefni sem miðaði að auknu sjálfræði aldraðra með afnámi svokallaðs vasapeningakerfis að tillögu starfshóps sem þáverandi félags- og jafnréttismálaráðherra skipaði í maí 2016 og hver voru verkefnin?
     2.      Liggja niðurstöður verkefnisins fyrir? Ef svo er ekki, hvenær er þeirra að vænta?
     3.      Hvenær stefnir ráðherra að því að innleiða að fullu breytt fyrirkomulag á greiðsluþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum?


Skriflegt svar óskast.