Ferill 59. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 61  —  59. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um skilgreiningar á hugtökum.

Frá Smára McCarthy.

     1.      Hvernig eru eftirfarandi hugtök sem koma fyrir í 154. gr. almennra hegningarlaga skilgreind í samhengi þess ákvæðis í lögum:
                  a.      handhafabréf,
                  b.      erlendur peningaseðill,
                  c.      gjaldmiðill,
                  d.      að búa til,
                  e.      að flytja inn,
                  f.      að láta úti?
     2.      Gætu eftirfarandi fallið undir 154. gr. almennra hegningarlaga í einhverjum skilningi:
                  a.      spilapeningar úr Monopoly-spilinu,
                  b.      mjólkurmiðar gefnir út af skóla,
                  c.      ávísun á erlenda bankainnstæðu,
                  d.      útprentun á tölvupósti með loforði um greiðslu í framtíðinni,
                  e.      flugpunktar hjá flugfélagi sem heimilar millifærslur milli viðskiptavina,
                  f.      inneignarnóta frá verslun sem er stíluð á handhafa?


Skriflegt svar óskast.