Ferill 69. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 76  —  69. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um búvörusamninga.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


     1.      Fylgjast stjórnvöld með framgangi markmiða sem sett eru fram í búvörusamningum? Er reglulega unnið mat á þeim framgangi og þá með hvaða hætti?
     2.      Hafa stjórnvöld unnið eða látið vinna úttektir á árangri af búvörusamningum á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá því farið var að gera slíka samninga?
     3.      Hafa stjórnvöld látið leggja mat á ávinning neytenda annars vegar og bænda hins vegar af búvörusamningum?


Skriflegt svar óskast.