Ferill 70. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 79  —  70. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samkeppni með landbúnaðarvörur.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


     1.      Hvernig hafa stjórnvöld brugðist við skýrslu Samkeppniseftirlitsins „Leiðbeining um samkeppni á dagvörumarkaði“ að því er varðar leiðbeiningar um aðgerðir í landbúnaði í 12 liðum til að efla samkeppni með landbúnaðarvörur og tryggja betur hagsmuni neytenda?
     2.      Ef ekki hefur nú þegar verið brugðist við tilmælum sem koma fram í skýrslunni, hyggjast stjórnvöld gera það og þá hvernig?
     3.      Hafi ekki verið brugðist við einhverjum framangreindra tilmæla og sé ekki á stefnuskrá stjórnvalda að gera það, hvaða rökstuðningur liggur að baki þeirri ákvörðun?


Skriflegt svar óskast.