Ferill 71. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 80  —  71. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um framkvæmd reglugerðar nr. 1009/2015.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hvernig hefur Vinnueftirlit ríkisins hagað eftirliti með framkvæmd reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum?
     2.      Hve mörg mál bárust Vinnueftirliti ríkisins frá gildistöku reglugerðar nr. 1009/2015 til ársloka 2017 vegna:
                  a.      eineltis,
                  b.      kynferðislegrar áreitni,
                  c.      kynbundinnar áreitni,
                  d.      ofbeldis á vinnustöðum?
     3.      Hve marga úrskurði hefur Vinnueftirlitið fellt á grundvelli ákvæða reglugerðar nr. 1009/2015 og hvernig flokkast þeir samkvæmt aðgreiningunni í 2. tölul.?
     4.      Hafa einhverjar og þá hversu margar, ákvarðanir Vinnueftirlitsins sem teknar voru á grundvelli reglugerðar nr. 1009/2015 verið kærðar til velferðarráðuneytisins?
     5.      Hefur einhverjum þeirra atvika sem varða kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og Vinnueftirlitið fjallaði um verið vísað til lögreglu?
     6.      Hyggst ráðherra grípa til aðgerða, og þá hverra, til að styrkja eftirlit Vinnueftirlitsins með framkvæmd reglugerðar nr. 1009/2015, einkum hvað snertir kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum í ljósi hinnar miklu samfélagsumfjöllunar undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins #metoo“ að undanförnu?


Skriflegt svar óskast.