Ferill 101. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 169  —  101. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um aðgerðir gegn súrnun sjávar.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hvað líður vinnu starfshóps sem ráðherra var falið að skipa samkvæmt þingsályktun nr. 48/145, um aðgerðaáætlun gegn súrnun sjávar á norðurslóðum?
     2.      Liggur fyrir áætlun um eflingu hafrannsókna með tilliti til súrnunar hafsins, sbr. þingsályktun nr. 48/145, eða þar að lútandi ákvæði í sáttmála ríkisstjórnarinnar?
     3.      Er hafið samráð við vísindasamfélagið og sjávarútveginn um rannsóknir á súrnun sjávar sem boðað er í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ef svo er ekki, hvenær er ætlunin að það hefjist?
     4.      Hve miklum fjármunum er áætlað að verja beinlínis til rannsókna á súrnun sjávar á kjörtímabilinu?
     5.      Hafa verið mótaðar sérstakar aðgerðir til að hamla gegn súrnun sjávar og ef svo er, í hverju felast þær einkum og hve miklu fé er áformað að verja til þeirra á kjörtímabilinu?


Skriflegt svar óskast.