Ferill 102. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 170  —  102. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um rannsóknir á súrnun sjávar.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hvernig telur ráðherra að standa beri að eflingu rannsókna á súrnun sjávar eins og kveðið er á um í sáttmála ríkisstjórnarinnar að gera skuli?
     2.      Hve mikið fé telur ráðherra að veita þurfi til rannsókna á súrnun sjávar á kjörtímabilinu til þess að markmið um eflingu þeirra náist og mun ráðherra leggja til í ríkisstjórn að þeirri upphæð verði varið í málaflokkinn?
     3.      Hvernig telur ráðherra að haga beri samstarfi við sjávarútveginn um rannsóknir á súrnun sjávar og hver ætti að leiða það samstarf?
     4.      Hvert telur ráðherra að hlutverk Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna, eigi að vera í rannsóknum á súrnun sjávar?


Skriflegt svar óskast.