Ferill 53. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 196  —  53. mál.




Svar


forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um húsnæðis-, dvalar- og ferðakostnað alþingismanna.



     1.      Hversu margir alþingismenn, flokkað eftir kjördæmum og mánuðum, fengu frá og með árinu 2013 mánaðarlega greiðslur samkvæmt:
                  a.      1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/1995,
                  b.      2. mgr. 6. gr. sömu laga,
                  c.      3. mgr. 6. gr. laganna?
                  Óskað er eftir að tekið verði tillit til þess hafi orðið slíkar breytingar að þingmaður flytjist á milli flokka á tímabilinu og einnig að sýnd verði skipting eftir kjörtímabilum.

    Í 6. gr. laga nr. 88/1995 eru ákvæði um greiðslu húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Þingmenn í kjördæmum utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis fá að jafnaði grunnfjárhæð skv. 1. mgr. Ef þingmenn halda tvö heimili er heimilt að greiða 40% álag skv. 2. mgr. Þeir þingmenn sem stunda heimanakstur fá 1/ 3 hluta grunnfjárhæðar, sbr. 3. mgr.
    Þar sem almennt er ekki um að ræða breytingar milli mánaða á kjörtímabili nema þegar þingmaður hættir og nýr tekur við er miðað við stöðuna í lok desember ár hvert.

des. 2013 des. 2014 des. 2015 des. 2016 des. 2017
Fjöldi með grunnfjárhæð
Norðvesturkjördæmi 4 4 5 6 4
Norðausturkjördæmi 10 10 10 10 10
Suðurkjördæmi 4 4 4 6 5
Fjöldi sem fær 40% álag
Norðvesturkjördæmi 4 4 4 2 2
Norðausturkjördæmi 7 7 7 4 5
Suðurkjördæmi 1 2 2 2 1
Fjöldi sem fær 1/3 grunnfjárhæðar (heimanakstur)
Norðvesturkjördæmi 4 4 3 2 4
Norðausturkjördæmi 0 0 0 0 0
Suðurkjördæmi 6 6 6 4 5

     2.      Hvernig er „aðalheimili“ skilgreint skv. 6. gr. laga nr. 88/1995?
    Aðalheimili er skilgreint sem skráð íbúðarhús þar sem þingmaðurinn hefur fasta búsetu. Lögheimili skiptir ekki máli í þessu sambandi.