Ferill 130. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 201  —  130. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um ráðstöfun ríkisjarða.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.

     1.      Hafa reglur um ráðstöfun ríkisjarða frá 13. júlí 2011 verið felldar úr gildi? Ef svo er, hvernig?
     2.      Verða þær ríkisjarðir þar sem ábúð var sagt upp frá og með vorinu 2017 auglýstar lausar til ábúðar eða til sölu? Ef svo er ekki, hvers vegna?
     3.      Á hversu mörgum ríkisjörðum var ábúð sagt upp á árunum 2010–2017? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     4.      Hversu margar af þeim ríkisjörðum þar sem ábúð var sagt upp á árunum 2010–2017, hafa verið auglýstar lausar til ábúðar? Hversu mörgum af þeim hefur verið ráðstafað til ábúðar eða á annan hátt?
     5.      Hefur verið lagt mat á árlegt verðmætatap og/eða samfélagslegt tap sem hlýst af því þegar jörð sem nýta mætti til búsetu og framleiðslu er ekki setin?
     6.      Er unnið að stefnumótun varðandi nýtingu og ráðstöfun þeirra jarða sem ríkið á eða hefur til ráðstöfunar? Ef svo er, hvernig var slík stefna unnin og hvað var lagt til grundvallar?


Skriflegt svar óskast.