Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 263  —  189. mál.
Viðbót.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kostnað við heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda ferðamenn.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hver var árlegur heildarkostnaður ríkissjóðs vegna veittrar heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda ferðamenn, hvert ár 2015–2017 og samtals fyrir árin 2008–2014? Óskað er eftir að kostnaður sé sundurliðaður eftir Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni.
     2.      Hver er útistandandi heildarfjárhæð ógreiddra reikninga fyrir hvert ár 2015–2017 og heildarfjárhæð áranna þar á undan?
     3.      Hverjar eru árlegar afskriftir, beinar og óbeinar, sbr. 2. tölul.?
     4.      Hver er árlegur innheimtukostnaður vegna fyrrgreindra reikninga, hver er fjöldi ársverka vegna innheimtunnar og hve stór hluti kostnaðarins hefur verið greiddur?
     5.      Hefur allur óbeinn kostnaður sem hlýst af meðferð sjúklinganna og innheimtuvinnu verið lagður á þá sem innheimtan beinist að og hefur hann allur innheimst? Ef svo er ekki, um hvaða kostnað er að ræða sem ekki er lagður á og innheimtur?
     6.      Hvernig hyggst ráðherra draga úr kostnaði við innheimtuna og draga úr þeirri vinnu og fyrirhöfn sem henni fylgir? Hvað má gera ráð fyrir að mörg ársverk séu bundin í innheimtunni?
     7.      Hvað hyggst ráðherra gera til þess að koma í veg fyrir að erlendir ferðamenn, sem nýta sér heilbrigðisþjónustuna, yfirgefi landið án þess að fullnægjandi greiðsla eða fullnægjandi tryggingar hafi borist fyrir þjónustuna?
     8.      Í hverju felast fullnægjandi tryggingar að mati ráðherra og telur ráðherra að tryggingarnar hafi reynst fullnægjandi hingað til?


Skriflegt svar óskast.