Ferill 206. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 289  —  206. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um kostnaðarþátttöku námsmanna í heilbrigðisþjónustu og frítekjumark LÍN.

Frá Alex B. Stefánssyni.


     1.      Hyggst ráðherra bregðast við íþyngjandi kostnaði við heilbrigðisþjónustu fyrir iðn- og háskólanema sem eru á námslánum hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) í ljósi þess að útgjöldin hindra í raun aðgang margra námsmanna að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu?
     2.      Hefur komið til skoðunar að hækka frítekjumark LÍN til samræmis við aukna kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu? Hver yrði árlegur kostnaður af þeirri aðgerð fyrir LÍN?


Skriflegt svar óskast.