Ferill 220. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 307  —  220. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um birtingu gagna.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvenær fór fram mat á því hvort efni skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum varðaði almannahag, sem bæri þá að birta samkvæmt siðareglum ráðherra?
     2.      Hver var niðurstaða þess mats?
     3.      Ef það mat fór fram ekki síðar en í október árið 2016 og niðurstaða matsins var sú að efni skýrslunnar varðaði almannahag, hvers vegna var skýrslan ekki gefin út samstundis?
     4.      Hvaða verklagsreglur gilda um birtingu gagna sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur og varða almannahag, með tilliti til 6. gr. siðareglna ráðherra?


Skriflegt svar óskast.