Ferill 142. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 311  —  142. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni um vímuefnaakstur.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur ráðherra hafið undirbúning að breytingum á umferðarlögum á þá leið að um vímuefnaakstur gildi einungis mæling á tilvist ávana- og fíkniefna í blóði, sbr. tillögur í skýrslu starfshóps frá árinu 2016 um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu?

    Vinna við frumvarp til nýrra umferðarlaga stendur yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, sbr. áform um lagasetningu sem birt voru á vef ráðuneytisins 19. janúar 2018. Í frumvarpinu verður lögð til sú grundvallarbreyting frá gildandi lögum að mæling á mögulegri ávana- og fíkniefnaneyslu ökumanns, sem grundvöllur að ályktun um að hann teljist undir áhrifum slíkra efna og því óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega, fari aðeins fram á blóði ökumanns. Þannig verður felld niður vísun til þess að mæling í þvagi geti verið nægur grundvöllur í þessum tilgangi. Gert er ráð fyrir að drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga verði birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda á næstunni.