Ferill 235. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 331  —  235. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um nefndir og ráð um málefni fatlaðs fólks.

Frá Halldóru Mogensen.


     1.      Hvaða nefndir og ráð sem fjalla um málefni fatlaðs fólks starfa undir stjórn ráðherra, á ábyrgð hans eða undirstofnana hans?
     2.      Fyrir setu í hvaða nefndum og ráðum, sbr. 1. tölul., er greidd þóknun?
     3.      Í hversu mörgum nefndum og ráðum sem nefnd eru í 1. tölul. sitja fatlaðir einstaklingar, í ljósi þess að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks leggur skyldu á ríkið að viðhafa samráð við fatlað fólk þegar málefni þess eru til umfjöllunar?
     4.      Sitja einhverjir fatlaðir einstaklingar í nefndum og ráðum sem ekki er greidd þóknun fyrir? Ef svo er, telur ráðherra ástæðu til að breyta því, með vísan til þeirrar óbeinu vinnuskyldu sem felst í slíkri nefndarsetu?


Skriflegt svar óskast.