Ferill 243. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 339  —  243. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, fjölda ársverka og þróun launakostnaðar.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hver hefur þróun fjárveitinga til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja verið frá árinu 2013 og til ársins 2017 sem og þróun í fjölda ársverka?
     2.      Hver hefur þróun fjárveitinganna verið á föstu verðlagi?
     3.      Hvað skýrir breytingar í fjölda ársverka?
     4.      Hver hefur árleg þróun launakostnaðar starfsstétta stofnunarinnar verið í samanburði við þróun fjárveitinga sem ætlaðar eru til greiðslu launakostnaðar?
     5.      Ef fjárveitingar hafa lækkað að raungildi frá því að stofnunin varð hluti af Heilbrigðisstofnun Suðurlands, hverjar eru ástæður þess?


Skriflegt svar óskast.