Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 340  —  244. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra vinna að uppbyggingu heilbrigðisþjónustu um allt land?
     2.      Hvernig ætlar ráðherra að tryggja stöður heilsugæslulækna á landsbyggðinni?
     3.      Stendur yfir einhver skipulögð vinna sem miðar að úrbótum í málaflokknum að þessu leyti?
     4.      Telur ráðherra það ásættanlegt fyrirkomulag að verktakar haldi uppi læknisþjónustu í mörgum byggðarlögum?
     5.      Hvaða áhrif hefur slitrótt heilbrigðisþjónusta á vellíðan og öryggi íbúa á landsbyggðinni og á viðhorf þeirra til áframhaldandi búsetu þar?
     6.      Hver eru fagleg og fjárhagsleg áhrif slitróttrar heilbrigðisþjónustu innan heilbrigðiskerfisins?