Ferill 153. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 352  —  153. mál.
Leiðrétt tafla.




Svar


félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn frá Líneik Önnu Sævarsdóttur um fæðingarstyrki og greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði.

     1.      Hversu margir foreldrar alls fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og fæðingarstyrki á árunum 2011–2017, skipt eftir aldurshópunum yngri en 20 ára, 20–29 ára, 30–39 ára og 40 ára og eldri? Hvernig er kynjaskiptingin í hverjum hópi fyrir sig?
    Í töflu 1 má sjá heildarfjölda foreldra sem fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og fæðingarstyrki greiðsluárin 2011–2017, skipt eftir kyni og aldurshópum 18 ára og yngri, 19–20 ára, 21–25 ára, 26–30 ára, 31–35 ára, 36–40 ára og eldri en 40 ára.
    Bæði hjá feðrum og mæðrum eru aldurshóparnir 26–30 ára og 31–35 ára fjölmennastir. Árið 2011 voru þeir 60% af heildinni hjá feðrum og 62% hjá mæðrum. Árið 2014 voru þeir 58% af heildinni hjá feðrum og 61% hjá mæðrum og árið 2017 voru þeir 59% af heildinni hjá feðrum og 63% hjá mæðrum.

          Tafla 1.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





     2.      Hversu margir þessara foreldra fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, skipt á sama hátt eftir aldurshópum og kyni?
    Í töflu 2 má sjá heildarfjölda foreldra sem fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði greiðsluárin 2011–2017, skipt eftir kyni og aldurshópum 18 ára og yngri, 19–20 ára, 21–25 ára, 26–30 ára, 31–35 ára, 36–40 ára og eldri en 40 ára.
    Bæði hjá feðrum og mæðrum eru aldurshóparnir 26–30 ára og 31–35 ára fjölmennastir.
    Árið 2011 voru feður á aldrinum 26–30 ára um 28% af heildarfjölda feðra sem fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og feður á aldrinum 31–35 ára um 33%.
    Árið 2014 voru feður á aldrinum 26–30 ára um 24% af heildarfjölda feðra sem fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og feður á aldrinum 31–35 ára um 34%.
    Árið 2017 voru feður á aldrinum 26–30 ára um 27% af heildarfjölda feðra sem fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og feður á aldrinum 31–35 ára um 32%.
    Árið 2011 voru mæður á aldrinum 26–30 ára um 31% af heildarfjölda mæðra sem fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og mæður á aldrinum 31–35 ára um 32%.
    Árið 2014 voru mæður á aldrinum 26–30 ára um 30% af heildarfjölda mæðra sem fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og mæður á aldrinum 31–35 ára um 32%.
    Árið 2017 voru mæður á aldrinum 26–30 ára um 32% af heildarfjölda mæðra sem fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og mæður á aldrinum 31–35 ára um 32%.
    
         Tafla 2.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Heimild: Fæðingarorlofssjóður .





     3.      Hversu margir foreldranna fengu annars vegar fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar og hins vegar fæðingarstyrk námsmanna, skipt eftir aldurshópum og kyni?

    Í töflu 3 má sjá heildarfjölda foreldra sem fengu fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar, skipt eftir kyni og aldurshópum 18 ára og yngri, 19–20 ára, 21–25 ára, 26–30 ára, 31–35 ára, 36–40 ára og eldri en 40 ára.
    Árin 2011–2013 voru feður á aldrinum 26–30 ára og 31–35 ára fjölmennasti hópurinn en um helmingur feðra sem fengu fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar var á aldrinum 26–35 ára.
    Á árunum 2014 til 2017 var jafnari dreifing í aldurshópunum frá 26 ára aldri til 40 ára og eldri en 77% feðra voru á þessum aldri á árinu 2014 en 90% á árinu 2017.
    Fjölmennasti hópur mæðra var á aldrinum 26–30 ára eða rétt undir 30% nema á árinu 2017 þegar um 30% mæðra var á aldrinum 31–35 ára. Mjög svipaður fjöldi var í aldurshópunum 21–25 ára og 31–25 ára á árunum 2011 og 2012 en á árunum 2013–2015 fjölgaði í aldurshópnum 21–25 ára. Mæðrum sem fengu fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar fækkar á milli áranna 2015 og 2016 og hélt sú fækkun áfram á árinu 2017. Fækkunin var mest hjá mæðrum á aldrinum 21–30 ára en einnig var fækkun í öðrum aldurshópum.

          Tafla 3.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Heimild: Fæðingarorlofssjóður .


    Í töflu 4 má sjá heildarfjölda foreldra sem fengu fæðingarstyrk námsmanna greiðsluárin 2011–2017, skipt eftir kyni og aldurshópum 18 ára og yngri, 19–20 ára, 21–25 ára, 26–30 ára, 31–35 ára, 36–40 ára og eldri en 40 ára.
    Bæði hjá feðrum og mæðrum eru aldurshóparnir 21–25 ára, 26–30 ára og 31–35 ára fjölmennastir. Árið 2011 voru þeir 90% af heildarfjölda feðra sem fengu fæðingarstyrk sem námsmenn og 88% af heildarfjölda mæðra.
    Árið 2014 voru þeir 92% af heildarfjölda feðra sem fengu fæðingarstyrk sem námsmenn og 91% af heildarfjölda mæðra.
    Árið 2017 voru þeir 83% af heildarfjölda feðra sem fengu fæðingarstyrk sem námsmenn og 90% af heildarfjölda mæðra.
    Heildarfjöldi þeirra sem fengu fæðingarstyrk námsmanna dróst umtalsvert saman á tímabilinu, en alls fengu 776 mæður og 287 feður fæðingarstyrk námsmanna árið 2011 samanborið við 463 mæður og 164 feður árið 2017. Mest var fækkunin milli ársins 2015 og 2016 þegar mæðrum sem fengu fæðingarstyrk námsmanna fækkaði úr 639 í 486 og feðrum fækkaði úr 246 í 189.

         Tafla 4.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Heimild: Fæðingarorlofssjóður .