Ferill 272. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 374  —  272. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um útistandandi húsnæðislán Íbúðalánasjóðs sem bera uppgreiðslugjald.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hver er fjöldi útistandandi lána á vegum Íbúðalánasjóðs sem bera uppgreiðslugjald? Upplýsingar óskast sundurliðaðar eftir lántökuárum.
     2.      Hversu hátt er að meðaltali uppgreiðslugjald lánanna miðað við prósentu af útistandandi lánsfjárhæð? Upplýsingar óskast sundurliðaðar eftir lántökuárum.
     3.      Hversu háa vexti ber hvert lán að meðaltali? Upplýsingar óskast sundurliðaðar eftir lántökuárum.
     4.      Hversu hátt er að meðaltali hvert þessara lána í krónum talið? Upplýsingar óskast sundurliðaðar eftir lántökuárum.
     5.      Hver er að meðaltali vaxtamunur á lánum sem bera uppgreiðslugjald og nýjum lánum sjóðsins?
     6.      Hversu stór prósenta lána sem bera uppgreiðslugjald er með vaxtamun sem nemur meira en einu prósenti?
     7.      Hver er meðalaldur lántaka þessara lána?
     8.      Hversu stórt hlutfall lántakanna er með ráðstöfunartekjur undir 400.000 kr. á mánuði?
     9.      Hver yrði kostnaður sjóðsins væri uppgreiðslugjaldið fellt niður og lántakendum gert kleift að greiða lánin upp, miðað við að öll lán sem bera uppgreiðslugjald yrðu greidd upp á einu ári?
     10.      Er ráðherra hlynntur því að fella niður uppgreiðslugjald af lánum sem Íbúðalánasjóður hefur veitt?


Skriflegt svar óskast.