Ferill 274. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 376  —  274. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um ráðstöfun á eignum til LSR úr safni Lindarhvols ehf.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvaða aðferðum var beitt til að meta virði tiltekinna eigna úr safni Lindarhvols ehf. sem ráðstafað var um síðustu áramót til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sbr. upplýsingar um verðmat að fjárhæð 19 milljarðar kr. í minnisblaði ráðuneytisins frá 27. desember 2017?
     2.      Hvaða stofnun eða annar aðili hafði umrætt verðmat með höndum? Hafi verðmatið verið unnið af utanaðkomandi sérfræðingum óskast upplýsingar um hverjir það voru.
     3.      Hvaða greining hefur farið fram af hálfu LSR á umræddum eignum og aðstöðu sjóðsins til að innheimta þær í ljósi þess að þær kunna að vera vandmeðfarnar vegna ákvæða í hluthafasamkomulögum, krossveðbanda og ýmissa skilyrtra ákvæða? Voru þær greiningar unnar af sérfræðingum sjóðsins eða utanaðkomandi sérfræðingum? Hver greiddi kostnaðinn við greiningarnar?
     4.      Hvaða áætlanir liggja fyrir um kostnað vegna sérfræðiálita og hugsanlegs málarekstrar fyrir dómstólum vegna álitaefna sem uppi kunna að vera um umræddar eignir? Verður sá kostnaður greiddur af LSR eða ráðuneytinu?
     5.      Í hve mörgum hlutafélögum fékk LSR afhent hlutafé, hve hátt nafnverð í hverju félagi og hve háan eignarhlut miðað við hlutaskrá?
     6.      Hvað fékk LSR afhentar margar lánaeignir og hver er fjöldi greiðenda að þeim lánaeignum?
     7.      Hefur fyrrgreint verðmat verið borið undir Ríkisendurskoðun? Ef svo er ekki, hver er skýringin á því?
     8.      Liggur fyrir skriflegt álit Ríkisendurskoðunar um verðmatið og hæfi LSR til að innheimta umræddar eignir?
     9.      Hefur LSR áður annast innheimtu eigna sem svipað háttar til með og fyrrgreindar eignir? Sé svo, óskast upplýsingar hvaða eignir um var að ræða og stutt lýsing á sérstöðu þeirra eigna.
     10.      Hvað fela sérstakir skilmálar lánaeignanna í sér? Hvað skilur skilmála lánaeignanna frá almennum lánaeignum sem skráðar eru á markaði?


Skriflegt svar óskast.