Ferill 288. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 390  —  288. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um kalkþörungavinnslu.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Telur ráðherra að kanna þurfi og endurmeta umfang og framvindu kalkþörunganáms og fyrirhugaðar viðbætur þeirrar vinnslu í ljósi þess að rauðþörungur er afar hægvaxta og talinn í hættu samkvæmt samráðshópnum um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins, OSPAR?
     2.      Hvaða mótvægisaðgerðum hefur verið beitt gegn kalkþörunganámi hér við land og hvaða árangur hafa þær borið þegar litið er til þörungasvæða og vistkerfa sem þar hafa myndast?
     3.      Telur ráðherra að kalkþörunganám á allnokkrum strandsvæðum sé í samræmi við landsskipulagsstefnu 2015–2026, þar sem segir að skipulag nýtingar á haf- og strandsvæðum grundvallist á heildarsýn á málefni hafsins og að stuðlað skuli að viðhaldi vistkerfa og sjálfbærri nýtingu auðlinda?