Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 392  —  290. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um endurmenntun ökumanna farþega- og vöruflutningabifreiða.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Hvernig hefur endurmenntun ökumanna sem stjórna ökutækjum í C1-, C-, D1- og D-flokki til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni verið háttað eftir gildistöku laga nr. 13/2015, um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987?
     2.      Hafa endurmenntunarnámskeið fyrir framangreinda ökumenn verið haldin annars staðar en í Reykjavík og þá hvar?
     3.      Hefur verið boðið upp á endurmenntunarnámskeið í fjarnámi?
     4.      Hver eru námskeiðsgjöld fyrir endurmenntunarnámskeiðin?


Skriflegt svar óskast.