Ferill 305. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 407  —  305. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um viðbrögð við fjölgun ferðamanna.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Telur ráðherra vænlegt að fjölga landvörðum til að auka öryggi, fræðslu og umhverfisvernd og bregðast þannig við auknum fjölda erlendra og innlendra ferðamanna?
     2.      Telur ráðherra koma til álita að löggilda almenna og sérhæfða leiðsögn ferðamanna sem starfsgrein og taka upp í reglugerð að skilgreindir hópar ferðamanna skuli hafa slíkan leiðsögumann með í för?
     3.      Telur ráðherra að kanna og meta beri hvort ekki sé æskilegt að tiltekinn hópur landvarða með menntun lögreglumanns og landvarðar sinni gæslu utan alfaraleiða í samvinnu við landverði, Landhelgisgæsluna og björgunarsveitir?
     4.      Hvert er viðhorf ráðherra til þess, í ljósi sívaxandi fjölda ferðamanna og aukinnar umferðar um vegi sem óbyggð svæði, að gera lítinn hluta björgunarsveita að launuðum starfsmönnum hins opinbera svo að létta megi álagi á sjálfboðaliða og að skilgreina betur starfssvið sveitanna?