Ferill 350. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 464  —  350. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um þróunar- og mannúðaraðstoð.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.


     1.      Hver er tilhögun eftirlits með þeim opinberu fjármunum sem varið er til þróunar- og mannúðaraðstoðar?
     2.      Hefur utanríkisráðuneytið upplýsingar um hvort íslensk framlög til málaflokksins hafa ratað til hjálparsamtaka sem bendluð hafa verið við misnotkun á sýrlenskum konum á flótta?
     3.      Hvaða leið telur ráðherra tryggja að framlag íslenskra stjórnvalda til þróunar- og mannúðaraðstoðar mæti þörfinni þar sem hún er mest?
     4.      Hvernig er komið í veg fyrir að óprúttnir aðilar nýti sér sára neyð þeirra sem þiggja aðstoðina?


Skriflegt svar óskast.