Ferill 182. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 467  —  182. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Smára McCarthy um ræðismenn Íslands.


     1.      Hverjir eru ræðismenn Íslands?
    Kjörræðismenn Íslands eru ólaunaðir, oftast ríkisborgarar móttökuríkis, en í einhverjum tilfellum íslenskir ríkisborgarar eða ríkisborgarar þriðja ríkis. Hinn 16. febrúar 2018 voru þeir 219 talsins í 87 löndum (sjá meðfylgjandi töflu í þessu svari).

     2.      Hver er bakgrunnur þeirra?
    Bakgrunnur kjörræðismanna er afar fjölbreyttur. Ætlast er til að þeir séu vel metnir, fjárhagslega sjálfstæðir, þekki vel til aðstæðna í móttökuríkinu og hafi þar góð tengsl. Þá þurfa þeir að vera enskumælandi og íslenskukunnátta er kostur en ekki skilyrði. Margir þeirra eru áhugasamir um Ísland og oft tengdir landinu og íslensku athafnalífi.

     3.      Hver er ráðningar- eða skipunartími þeirra, hvernig var staðið að ráðningu eða skipun þeirra og hver var grundvöllur ráðningar eða skipunar?
    Ráðningar- eða skipunartími kjörræðismanna er ekki takmarkaður, en þeim ber að láta af störfum við 70 ára aldur. Þó getur ráðuneytið ákvarðað að þeir starfi áfram ótímabundið.
    Í handbók kjörræðismanna, Manual for Honorary Consuls, 2. útgáfu, er að finna í 36. gr. leiðbeiningar um viðmið við val á kjörræðismönnum. Einnig eru leiðbeiningar í ritinu Meðferð utanríkismála (Kjörræðismenn, valreglur).
    Leitast er við að hafa kjörræðismenn í borgum og á svæðum þar sem Ísland hefur hagsmuna að gæta, svo sem viðskiptahagsmuna, og þar sem helst er talin þörf á aðstoð við Íslendinga. Sendiráð meta þörf fyrir ræðismenn í samráði við utanríkisráðuneytið og leita að hæfum einstaklingum. Við leit að ræðismannsefni nýta sendiráð tengsl sín í móttökuríkinu (svo sem við norræn sendiráð og þarlend viðskiptaráð, sem og íslenska aðila og fyrirtæki).
    Þegar sendiráð hefur fundið ræðismannsefni sem það telur hæfast til starfans, sendir það tillögu til ráðuneytisins þar sem færð eru rök fyrir tillögunni. Enn fremur er send til ráðuneytisins útfyllt spurningaskrá og meðmælabréf.
    Ef tillaga sendiráðsins er samþykkt er sendiráðinu falið að óska eftir samþykki frá utanríkisráðuneyti viðkomandi gistiríkis. Þegar gistiríkið hefur veitt samþykki sitt er ráðuneytinu tilkynnt um það og útbúið er skipunarbréf (og þýðing) sem sendiráðið sendir utanríkisráðuneyti viðkomandi gistiríkis og óskar eftir starfsleyfi. Þegar það er fengið er tilkynning um skipunina send til birtingar í Lögbirtingablaðinu.

     4.      Hvernig er haldið utan um störf þeirra og hvernig þeir sinna embættunum?
    Sendiráð Íslands, borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og deild kjörræðismála í utanríkisráðuneytinu halda utan um störf kjörræðismanna og veita þeim upplýsingar og leiðbeiningar. Haldnar eru tvenns konar ráðstefnur og fundir með kjörræðismönnum, annars vegar alþjóðleg ræðismannaráðstefna á Íslandi á u.þ.b. 5 ára fresti og hins vegar svæðisbundnir fundir á vegum sendiráða Íslands.
Tafla. Kjörræðismenn Íslands hinn 16. febrúar 2018.

Kjörræðismaður Íslands Hr. Isuf Berberi Albaníu
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Daniel Koltonski Argentínu
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Erich Eibl Austurríki
Aðalkjörræðismaður Íslands Dr. Cornelia Schubrig Austurríki
Kjörræðismaður Íslands Hr. Alfred Schubrig Austurríki
Kjörræðismaður Íslands Hr. Erik Eibl Austurríki
Varakjörræðismaður Íslands Frú Elisabeth Schubrig Austurríki
Kjörræðismaður Íslands Hr. James Baldvin Douglas Ástralíu
Aðalkjörræðismaður Íslands Frú Inga Árnadóttir Ástralíu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Clement T. Maynard, III Bahamaeyjum
Kjörræðismaður Íslands Dr. Matthías Eggertsson Bandaríkjunum
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Örn Arnar Bandaríkjunum
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Sigurjón Sighvatsson Bandaríkjunum
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Jón Marvin Jónsson Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Frú Vigdís A. Taylor Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Hr. Edward K. Christian Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Hr. Greg J. Beuerman Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Hr. Omer K. Reed Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Hr. J. Brent Haymond Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Hr. Bjartmar Sveinbjörnsson Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Hr. Örn E. Guðmundsson Bandaríkjunum
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Robert E. Cartwright, Jr. Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Hr. John S. Magnusson, Jr. Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Frú Ingibjörg María Stefánsdóttir Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Hr. Les Swanson, Jr. Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Frú Loretta Kay Bernhöft Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Hr. John E. Holloway Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Hr. James F. Gerrity III Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Hr. Richard N. Ringler Bandaríkjunum
Varakjörræðismaður Íslands Hr. Eric E. Christian Bandaríkjunum
Varakjörræðismaður Íslands Frú Sesselja S. Seifert Bandaríkjunum
Varakjörræðismaður Íslands Hr. Geir Þorbjörn Jónsson Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Hr. Marc D. Glenn Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Hr. Kristján Ingvarsson Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Hr. Peter A. Gudmundsson Bandaríkjunum
Varakjörræðismaður Íslands Frú Linda Bragadóttir Bandaríkjunum
Varakjörræðismaður Íslands Hr. Einar Steinsson Bandaríkjunum
Kjörræðismaður Íslands Frú Samira Rahman Ali Bangladess
Kjörræðismaður Íslands Hr. Vincent Bovy Belgíu
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Tom M. Ringseth Brasilíu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Leonardo L. Morato Brasilíu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Norman Hamilton Bretlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. J. Anthony Brown Bretlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Charles W.L. Aitken Bretlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. David J. Buckle Bretlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Angus Þór Hólm McFarlane Bretlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Clive McKeag CLJ MA Bretlandi
Kjörræðismaður Íslands Próf. James R. Nixon, DL, FRCS Bretlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Nigel H. Dace Bretlandi
Kjörræðismaður Íslands Frú Kristín Hulda Hannesdóttir Bretlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Mark Warburton Bretlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. John P.D. Ryeland Bretlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Clive Phillips Bretlandi
Kjörræðismaður Íslands Frú Agusta M. Thorarinsdottir Bretlandi
Kjörræðismaður Íslands Frú Tzvetelina Borislavova-Karaguiozova Búlgaríu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Niels Jensen Danmörku
Kjörræðismaður Íslands Hr. Leif Hede-Nielsen Danmörku
Kjörræðismaður Íslands Hr. Jørgen Enggaard Danmörku
Kjörræðismaður Íslands Hr. Carl Christian Nielsen Danmörku
Kjörræðismaður Íslands Hr. Jørgen Hammer Danmörku
Kjörræðismaður Íslands Hr. Flemming Rohde Nielsen Danmörku
Kjörræðismaður Íslands Hr. Henrik Ove Knudsen Danmörku
Kjörræðismaður Íslands Hr. Carl Erik Skovgaard Sørensen Danmörku
Kjörræðismaður Íslands Hr. Jacob M. Schousgaard Danmörku
Kjörræðismaður Íslands Hr. Torben Vesti Esbensen Danmörku
Kjörræðismaður Íslands Hr. Peter Kirk Larsen Danmörku
Kjörræðismaður Íslands Hr. José Miladeh Jaar Dóminíska lýðveldinu
Kjörræðismaður Íslands Frú Helen Tälli Eistlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Oswaldo Muñoz Ekvador
Aðalkjörræðismaður Íslands Frú Elizabeth T. Sy Filippseyjum
Varakjörræðismaður Íslands Hr. Kai Erik Juuranto Finnlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Jan R. Nygård Finnlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Nils-Erik Eklund Finnlandi
Kjörræðismaður Íslands Dr. Lauri Lajunen Finnlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Björn N.P. Palm Finnlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Heikki Laaksonen Finnlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Tero T. Ylinenpää Finnlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Maurice Dumas-Lairolle Frakklandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Michel Valette Frakklandi
Kjörræðismaður Íslands Frú Steinunn Filippusdóttir Le Breton Frakklandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Guy Chambon Frakklandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Patrice Dromson Frakklandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Antoine M. Darquey Frakklandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Xavier Leduc Frakklandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Alexandre Gomiashvili Georgíu
Kjörræðismaður Íslands Frú Anne Lundin Gíbraltar
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Yannis Lyberopoulos Grikklandi
Kjörræðismaður Íslands Dr. Rodrigo Montufar Gvatemala
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Robert Eduard van Erven Dorens Hollandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Wouter J. P. Jongepier Hollandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Gerard van Klaveren Hollandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Gerard (Gerk) van Eck Hollandi
Kjörræðismaður Íslands Frú Julia Sánchez Colindres Hondúras
Kjörræðismaður Íslands Hr. Alexander Moshensky Hvíta-Rússlandi
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Gul Kripalani Indlandi
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Kumaran Sitaraman Indlandi
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Sharad Varma Indlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Maxi Gunawan Indónesíu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Brian O' Neill Írlandi
Aðalkjörræðismaður Íslands Frú Orli Naschitz Ísrael
Kjörræðismaður Íslands Hr. Luigi Spinelli Ítalíu
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Antonio La Rocca Ítalíu
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Giuseppe Storaci Ítalíu
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Antonino Strano Ítalíu
Aðalkjörræðismaður Íslands Frú Maria Cristina Rizzi Ítalíu
Aðalkjörræðismaður Íslands Frú Kristrun Olga Clausen Ítalíu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Gianluca Eminente Ítalíu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Attilio Codognato Ítalíu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Robert A. MacMillan Jamaíku
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Raijiro Nakabe Japan
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Kanji Ohashi Japan
Kjörræðismaður Íslands Frú Yuki Ikenobo Japan
Kjörræðismaður Íslands Hr. Alawi Abdalla Kirby Jemen
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Adam Lance Kalbfleisch Kanada
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Stefan Glenn Sigurdson Kanada
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Nicholas-Philippe Rémillard Kanada
Kjörræðismaður Íslands Hr. Hallgrímur Benediktsson Kanada
Kjörræðismaður Íslands Frú Gail Einarson-McCleery Kanada
Kjörræðismaður Íslands Hr. Gordon J. Reykdal Kanada
Kjörræðismaður Íslands Hr. Robert L. Mellish Kanada
Kjörræðismaður Íslands Frú Marie Monreau Kanada
Kjörræðismaður Íslands Hr. Robert J. Hickey Kanada
Kjörræðismaður Íslands Frú Laurie Michelle Brinklow Kanada
Kjörræðismaður Íslands Frú Jacqueline Anne Girouard Kanada
Kjörræðismaður Íslands Hr. Beibit Apsenbetov Kasakstan
Kjörræðismaður Íslands Frú Hulda Thorey Gardarsdóttir Kína
Kjörræðismaður Íslands Hr. Ricardo Castro Calvo Kosta Ríka
Kjörræðismaður Íslands Hr. Marin Filipovic Króatíu
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Michael Psomas Kýpur
Kjörræðismaður Íslands Hr. George Psomas Kýpur
Kjörræðismaður Íslands Frú Ineta Rudzite Lettlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Vaidotas Sankalas Litháen
Aðalkjörræðismaður Íslands Frú Carla Jabre Líbanon
Aðalkjörræðismaður Íslands Frú Josiane Eippers Lúxemborg
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. James Khor Malasíu
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Maurice F. Mizzi Möltu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Ibrahim Mohamed Didi Maldívum
Kjörræðismaður Íslands Hr. Dahman Derhem Marokkó
Kjörræðismaður Íslands Hr. Driss Benomar Marokkó
Kjörræðismaður Íslands Hr. Rafael Ruiz Moreno Mexíkó
Kjörræðismaður Íslands Dr. Brad Donovan Mexíkó
Kjörræðismaður Íslands Hr. Bold Magvan Mongólíu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Jóhannes Einarsson Mónakó
Kjörræðismaður Íslands Hr. José Manuel Caldeira Mósambík
Kjörræðismaður Íslands Frú Bonita René de Silva Namibíu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Mukunda Bhakta Shrestha Nepal
Kjörræðismaður Íslands Hr. Rodrigo Mantica Níkaragva
Kjörræðismaður Íslands Frú Grete Wilsgaard Noregi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Reidar J. Evensen Noregi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Arne W. Aanensen Noregi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Sverre Bragdø-Ellenes Noregi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Are Opdahl Noregi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Lars Bjarne Tvete Noregi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Kim F. Lingjærde Noregi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Jonathan G.W. Sunnarvik Noregi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Sigurgeir Pétursson Nýja-Sjálandi
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Saad Mahmood Pakistan
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Bakhtiar Khan Pakistan
Kjörræðismaður Íslands Hr. Alexander D. Psychoyos Panama
Kjörræðismaður Íslands Dr. Augusto Arriola Perú
Kjörræðismaður Íslands Hr. Paulo Jervell Portúgal
Kjörræðismaður Íslands Frú Helena C.T. Guerra Dundas Portúgal
Kjörræðismaður Íslands Hr. António Carlos Vieira Ribau Portúgal
Kjörræðismaður Íslands Hr. Janusz Kahl Póllandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Bogusl aw Szemioth Póllandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Luis Eduardo García Feliú Púertó Ríkó
Kjörræðismaður Íslands Frú Georgiana Pogonaru Rúmeníu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Vítali P. Kasatkin Rússlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Boris V. Ivanov Rússlandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Slobodan Micic Serbíu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Prakash Pillai Singapúr
Kjörræðismaður Íslands Hr. Wilfred Heinrich Hintze Síle
Kjörræðismaður Íslands Hr. Otto Halás Slóvakíu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Vladimir Luznik Slóveníu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Javier Bentacor Jorge Spáni
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. F. J. Pérez-Bustamante de Monasterio Spáni
Kjörræðismaður Íslands Hr. Joaquin Gual de Torrella Spáni
Kjörræðismaður Íslands Hr. Per Dover Petersen Spáni
Kjörræðismaður Íslands Hr. Juan José Campus Blanquer Spáni
Kjörræðismaður Íslands Hr. F. Javier Miralles Torija-Gascó Spáni
Aðalkjörræðismaður Íslands Frú Sol Daurella Comadran Spáni
Kjörræðismaður Íslands Hr. Alejandro H. Alfageme Spáni
Kjörræðismaður Íslands Frú Maria-José Bilbao Spáni
Kjörræðismaður Íslands Frú Victoria Coronil Jónsson Spáni
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Ranjit Sujiva Wijewardene Srí Lanka
Aðalkjörræðismaður Íslands Dr. Anna Mokgokong Suður-Afríku
Kjörræðismaður Íslands Dr. Diliza Mji Suður-Afríku
Kjörræðismaður Íslands Frú Ruth Gylfadóttir Suður-Afríku
Varakjörræðismaður Íslands Hr. Hui Kim Suður-Kóreu
Kjörræðismaður Íslands Hr. Marc-Alec Bruttin Sviss
Kjörræðismaður Íslands Hr. Per-Erik Risberg Svíþjóð
Kjörræðismaður Íslands Frú Ingibjörg Benediktsdóttir Svíþjóð
Aðalkjörræðismaður Íslands Frú Christina Nilroth Svíþjóð
Kjörræðismaður Íslands Frú Madeleine Ströje Wilkens Svíþjóð
Kjörræðismaður Íslands Hr. Abdo Sarrouf Sýrlandi
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Chamnarn Viravan Taílandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Poul Weber Taílandi
Varakjörræðismaður Íslands Hr. C. Marksean Viravan Taílandi
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Þórir Gunnarsson Tékklandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Claude Gbedey Tógó
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Ferid Abbas Túnis
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Kazim Münir Hamamcioglu Tyrklandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Esat Kardicali Tyrklandi
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Sélim Sariibrahimoglu Tyrklandi
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Ferenc Utassy Ungverjalandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Kostyantyn Malovanyy Úkraínu
Varakjörræðismaður Íslands Hr. Juan José Frechou Úrúgvæ
Kjörræðismaður Íslands Hr. Andres Rosendorff Úrúgvæ
Aðalkjörræðismaður Íslands Hr. Karel Z. Bentata Venesúela
Kjörræðismaður Íslands Frú Le Nu Thuy Duong Víetnam
Kjörræðismaður Íslands Hr. Wolf-Rüdiger Dick Þýskalandi
Kjörræðismaður Íslands Dr. Jens Uwe Säuberlich Þýskalandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Peter J. Hesse Þýskalandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Friedrich N. Schwarz Þýskalandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Detlef B.E. Thomaneck Þýskalandi
Kjörræðismaður Íslands Frú Bettina Adenauer-Bieberstein Þýskalandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Norbert Deiters Þýskalandi
Kjörræðismaður Íslands Dr. Roderich C. Thümmel Þýskalandi
Kjörræðismaður Íslands Hr. Emanuel Schiffer Þýskalandi