Ferill 162. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 524  —  162. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Smára McCarthy um fjarleiðsögu um gervihnött.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hafa verið endurskoðaðar ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 94/2009 og nr. 121/2012 um að fresta þátttöku Íslands í áætlunum um fjarleiðsögu um gervihnött með vísan til efnahagslegra örðugleika? Ef þátttaka er hafin, hver er staða verkefnisins nú? Ef ekki, hvenær má vænta þess að Ísland taki þátt í verkefninu?

    Með framangreindum ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar var staðfest þátttaka EFTA-ríkjanna innan EES í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins um fjarleiðsögu um gervihnött. EFTA-ríkin innan EES eru ekki skuldbundin til þátttöku í slíkum samstarfsáætlunum og af Íslands hálfu var ákveðið að taka ekki þátt í þessu verkefni að sinni. Noregur er eina EFTA-ríkið innan EES sem tekur þátt í þessari samstarfsáætlun. Liechtenstein tekur ekki þátt og þátttöku Íslands var frestað. Í því felst einfaldlega að Ísland getur hvenær sem er ákveðið að endurskoða þá ákvörðun sína að standa utan þessarar áætlunar. Sú ákvörðun hefur ekki verið endurskoðuð en í ljósi þess að forsendur frestunar á þátttöku Íslands hafa breyst vinnur Samgöngustofa um þessar mundir að stefnumótun um hæfisbundna leiðsögu sem mun væntanlega einnig taka til þessa.