Ferill 259. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 531  —  259. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Þórarni Inga Péturssyni um hlutfall íslenskra matvæla í innkaupum ráðuneyta.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvert var hlutfall íslenskra matvæla í innkaupum ráðuneytisins árið 2017?

    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dómsmálaráðherra svara sameiginlega fyrir kostnað innanríkisráðuneytisins árið 2017.
    Úr bókhaldi ráðuneytisins má greina að keyptar máltíðir og kaffiveitingar (tegund 52810) og matvörur (tegund 52820) nema 0,4% af fjárheimildum ársins. Samkvæmt skýringum Fjársýslu ríkisins á tegundalykli bókast á ofangreindar tegundir m.a. kostnaður við tilbúna málsverði sem keyptir eru til mötuneyta, framlag til matarfélaga og matstofa, matur hjá skyndibitastöðum, smurt brauð og kaffibrauð fyrir starfsmenn í vinnutíma og vörur til matargerðar fyrir mötuneyti.
    Úr bókhaldi ráðuneytisins er ekki hægt að sundurgreina hlutfall íslenskra matvæla í innkaupum. Hins vegar er það stefna ráðuneytisins að velja íslenska matvöru við innkaup og því óhætt að fullyrða að hlutfallið sé verulegt.