Ferill 171. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 544  —  171. mál.
Leiðréttur texti.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni um strandveiðar.


     1.      Hvaða áhrif telur ráðherra að það gæti haft á heildarafla strandveiðibáta að heimila þeim veiðar fjóra daga í viku frá 2. maí til og með 30. ágúst 2018 miðað við að fjöldi strandveiðibáta verði óbreyttur frá árinu 2017?
    Árið 2017 hefði þetta haft þau áhrif að afli hefði aukist um 3.941 tonn og heildarafli orðið 13.701 tonn. Sjá töflu 4 um þetta. Um hefði verið að ræða aukningu upp á 40,4% en árið 2017 nam úthlutun til strandveiða 9.760 tonnum líkt og sjá má í töflu 6.

Tafla 1. Fjöldi strandveiðidaga á hverju veiðisvæði sumarið 2017.
Mánuður Svæði A Svæði B Svæði C Svæði D
Mögulegur dagafjöldi
Maí 13 17 17 17 17
Júní 10 16 16 16 16
Júlí 8 17 17 17 17
Ágúst 8 10 10 18 18
Samtals 39 60 60 68 68


Tafla 2. Fjöldi tapaðra strandveiðidaga 2017.
Mánuður Svæði A Svæði B Svæði C Svæði D
Maí 4 0 0 0
Júní 6 0 0 0
Júlí 9 0 0 0
Ágúst 10 8 8 0
Samtals 29 8 8 0


Tafla 3. Meðaldagsafli á strandveiðum 2017.
Mánuður Svæði A Svæði B Svæði C Svæði D
Maí 69.759 24.503 21.516 25.416
Júní 93.003 31.603 32.491 33.237
Júlí 125.845 43.290 52.450 16.684
Ágúst 105.912 55.362 58.645 15.053



Tafla 4. Tapaður afli miðað við meðalafla.
Mánuður Svæði A Svæði B Svæði C Svæði D Samtals
Maí 279.035 0 0 0
Júní 558.015 0 0 0
Júlí 1.132.605 0 0 0
Ágúst 1.059.122 442.897 469.162 0
Samtals 3.028.777 442.897 469.162 0 3.940.836


Tafla 5. Afli á strandveiðum 2017.
Mánuður Svæði A Svæði B Svæði C Svæði D Samtals
Maí 906.864 416.552 365.768 432.069
Júní 930.026 505.644 519.849 531.785
Júlí 1.006.760 735.929 891.654 283.636
Ágúst 847.297 553.622 586.452 270.959
Samtals 3.690.947 2.211.746 2.363.723 1.518.449 9.784.864

     2.      Telur ráðherra að aukin hlutdeild strandveiðibáta í aflaaukningu í þorski muni styrkja dreifðar byggðir og mun hann beita sér fyrir því?
    Líkt og fram kemur í töflu 6 hefur úthlutun til strandveiða farið úr 3.955 tonnum árið 2009 í 10.200 tonn árið 2018 og þannig rúmlega tvöfaldast á umræddu tímabili.
    Í skýrslu Háskólans á Akureyri um þróun strandveiða á tímabilinu 2009–2017 og framgang veiðanna árið 2017 kemur fram að staða veiðanna að loknum strandveiðum árið 2017 sé óljósari en oft áður. Þannig hafi aldrei verið sett jafnmikið af aflaheimildum inn í kerfið en þrátt fyrir það hefðu aldrei jafnfáir bátar sótt strandveiðarnar frá því að þær hófust árið 2009. Í skýrslunni er vísað til þess að vegna lélegs afurðaverðs á fiskmörkuðum hafi aukin aflabrögð ekki skilað meiri verðmætum. Þannig hafi heildaraflaverðmæti á bát að meðaltali verið lægri en árið 2016 þrátt fyrir að hver bátur hafi aflað um 20–30% meira. Strandveiðikerfið hafi því ekki verið sú brú fyrir nýliða inn í aflamarkskerfið sem vonast var eftir.
    Þá má geta þess að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að vega þurfi og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, þ.m.t. strandveiða, með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun.

Tafla 6. Heildarúthlutun til strandveiða 2009–2018.
Ár Úthlutun Heildarafli Úthl/heildarafla Þorskur Ufsi
2009 3.955 195.000 2,03% 130.000 65.000
2010 6.000 200.000 3,00% 150.000 50.000
2011 8.499 210.000 4,05% 160.000 50.000
2012 8.600 229.000 3,76% 177.000 52.000
2013 8.600 245.400 3,50% 195.400 50.000
2014 8.600 271.400 3,17% 214.400 57.000
2015 8.600 274.000 3,14% 216.000 58.000
2016 9.000 294.000 3,06% 239.000 55.000
2017 9.760 299.000 3,26% 244.000 55.000
2018 10.200 315.409 3,23% 255.172 60.237

Tafla 7. Fjöldi báta á strandveiðum eftir svæðum og árum.
Ár Svæði A Svæði B Svæði C Svæði D Samtals
2009 195 94 115 153 557
2010 237 165 157 180 739
2011 253 145 145 143 686
2012 282 164 161 153 760
2013 250 143 153 129 675
2014 238 140 147 123 648
2015 228 141 147 116 632
2016 268 149 148 124 689
2017 227 135 126 106 594