Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 564  —  2. mál.

Síðari umræða.


Frávísunartillaga


í málinu: Tillaga til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2018–2022.

Frá Birni Leví Gunnarssyni, Birgi Þórarinssyni, Ólafi Ísleifssyni, Ágústi Ólafi Ágústssyni og Þorsteini Víglundssyni.


    Með hliðsjón af því að í fjármálastefnunni segir „Alþingi staðfestir að fjármálastefna þessi sé samkvæm þeim grunngildum og skilyrðum sem kveðið er á um í 2. mgr. 6. gr. og 7. gr. laga um opinber fjármál“, en það er hins vegar ekki útskýrt í greinargerð fjármálastefnunnar hvernig fjármálastefnan sé samkvæm grunngildum laga um opinber fjármál getur Alþingi ekki staðfest að fjármálastefnan sé samkvæm þeim grunngildum. Því er lagt til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.