Ferill 413. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 581  —  413. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um frumvarp til laga um breytingar á almennum hegningarlögum um bann við umskurði drengja.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?
     2.      Hefur ráðuneytið fengið skilaboð um að málið geti haft áhrif á samskipti Íslands og Ísraels?
     3.      Hafa önnur ríki, trúfélög, hópar eða einstaklingar haft samband við ráðuneytið vegna frumvarpsins? Ef svo er, hvaða ríki og hverjir hafa haft samband? Hver hafa skilaboð þeirra verið?
     4.      Telur ráðherra að málið geti haft áhrif á viðskiptahagsmuni íslenska ríkisins og íslenskra lögaðila? Hvernig þá?