Ferill 261. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 589  —  261. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Þórarni Inga Péturssyni um hlutfall íslenskra matvæla í innkaupum ráðuneyta.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvert var hlutfall íslenskra matvæla í innkaupum ráðuneytisins árið 2017?

    Ráðuneytið rekur mötuneyti fyrir starfsfólk sem kaupir matvæli og önnur hráefni vegna starfsemi sinnar. Ekki liggur fyrir samkvæmt bókhaldi ráðuneytisins hversu stór hluti af innkaupum eru annars vegar íslensk matvæli og hins vegar innflutt matvæli. Þó er ávallt leitast við að nota það íslenska hráefni sem í boði er hverju sinni. Þannig er allur fiskur íslenskur, megnið af kjöti og stærsti hluti af því grænmeti sem framleitt er hér á landi.