Ferill 40. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 603  —  40. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur).

(Eftir 2. umræðu, 22. mars.)


1. gr.

    1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
    Kosningarrétt við kosningar til sveitarstjórnar á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 16 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu.

2. gr.


    Á eftir orðunum „Kjörgengur í sveitarstjórn er hver sá sem á kosningarrétt í sveitarfélaginu skv. 2. gr.“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: er lögráða.

3. gr.


    Í stað orðanna „allir kjósendur“ í b-lið 19. gr. laganna kemur: þeir sem eru kjörgengir.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.