Ferill 190. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 642  —  190. mál.
Flutningsmenn.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).

Frá Birni Leví Gunnarssyni, Álfheiði Eymarsdóttur, Halldóru Mogensen, Helga Hrafni Gunnarssyni, Jóni Þór Ólafssyni og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.


    1. gr. orðist svo:
    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      1.–5. tölul. 1. mgr. orðast svo:
                  1.      Þar sem íbúar eru undir 2.000: að lágmarki 5 aðalmenn.
                  2.      Þar sem íbúar eru 2.000–9.999: að lágmarki 7 aðalmenn.
                  3.      Þar sem íbúar eru 10.000–49.999: að lágmarki 11 aðalmenn.
                  4.      Þar sem íbúar eru 50.000–99.999: að lágmarki 15 aðalmenn.
                  5.      Þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri: að lágmarki 23 aðalmenn.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Þegar sveitarstjórn tekur ákvörðun um breytingu á fjölda aðalmanna skal ákvörðunin staðfest með almennri íbúakosningu. Sé ákvörðunin samþykkt í íbúakosningu skal hún taka gildi við næstu sveitarstjórnarkosningar.