Ferill 252. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 661  —  252. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Þórarni Inga Péturssyni um stefnu í innkaupum á matvælum með tilliti til umhverfissjónarmiða.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur íslenska ríkið markað sér stefnu um innkaup á matvælum með tilliti til umhverfissjónarmiða? Ef svo er, hver er hún?

    Ekki hefur verið mörkuð sérstök stefna um innkaup á matvælum með tilliti til umhverfissjónarmiða hjá íslenska ríkinu. Vakin er athygli á að í rammasamningi Ríkiskaupa um almenna matvöru og kjöt og fisk eru til staðar umhverfisskilyrði. Umhverfisskilyrði í rammasamningum Ríkiskaupa eru tilkomin vegna áherslna þar að lútandi í stefnu um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur 2013–2016. Á það má einnig benda að ríkisstjórn Íslands hefur nýverið ákveðið að setja á fót starfshóp til að móta innkaupastefnu opinberra aðila á sviði matvæla til að tryggja neytendum matvæli úr heilnæmum afurðum með tilliti til framleiðsluhátta og umhverfisáhrifa.