Ferill 311. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 665  —  311. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um starfsemi sérsveitar ríkislögreglustjóra.


     1.      Hversu mörg stöðugildi heyra undir ríkislögreglustjóra, hvernig skiptast þau eftir deildum og í hvaða umdæmum eru sérsveitarmenn staðsettir?
    133 starfsmenn störfuðu hjá embætti ríkislögreglustjóra hinn 1. janúar árið 2018 og var skipting þeirra eftir deildum með eftirfarandi hætti:

Tafla. Starfsmenn hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Starfsmenn eftir deildum Fjöldi Starfsmenn eftir deildum Fjöldi
Almannavarnadeild 8 Mennta- og starfsþróunarsetur 6
Alþjóðadeild 10 Rekstur, stjórnun 3
Fjarskiptamiðstöð 19 Rekstur lögreglubifreiða 4
Greiningardeild 9 Rekstur upplýsingakerfa 8
Sérsveit 46 Stjórnsýsla, stjórnun 1
Stoðdeild 8 Stjórnsýsla, tölfræði 6
Europol 1 Ríkislögreglustjóri 1
Löggæsla, öryggi, stjórnun 3
Samtals
133

    Sérsveit ríkislögreglustjóra starfar á landsvísu og eru liðsmenn með fasta starfsstöð í Reykjavík og á Akureyri.

     2.      Hefur verið tekin ákvörðun innan dómsmálaráðuneytis eða hjá ríkislögreglustjóra að leggja niður starfsemi sérsveitarinnar á Akureyri?
    Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um að leggja niður starfsstöð sérsveitarinnar á Akureyri, hvorki í dómsmálaráðuneytinu né hjá embætti ríkislögreglustjóra.

     3.      Hver er stefna dómsmálaráðherra um fjölda stöðugilda sérsveitar ríkislögreglustjóra utan Reykjavíkur?
    Samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 774/1998, um sérsveit ríkislögreglustjóra, er allt forræði sveitarinnar hjá embætti ríkislögreglustjóra. Þar af leiðandi er það alfarið í höndum ríkislögreglustjóra að meta þörf á liðsmönnun og dreifingu sveitarinnar á landsvísu hverju sinni.