Ferill 258. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 709  —  258. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Þórarni Inga Péturssyni um hlutfall íslenskra matvæla í innkaupum ráðuneyta.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvert var hlutfall íslenskra matvæla í innkaupum ráðuneytisins árið 2017?

    Í bókhaldi ráðuneytisins er ekki haldið utan um né hægt að rekja upplýsingar um upprunaland þeirra matvæla sem keypt voru á vegum ráðuneytisins á árinu 2017.
    Regluleg innkaup ráðuneytisins á matvöru samanstanda fyrst og fremst af kaupum á ávöxtum, te og kaffi fyrir starfsmenn. Fyrir einstaka hádegisfundi sem haldnir eru í ráðuneytinu er keyptur matur, svo sem súpur og smurbrauð frá innlendum birgjum.