Ferill 321. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 758  —  321. mál.




Svar


félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða starfsmönnum stofnana á málefnasviði ráðherra lagði ríkið til bifreið árið 2017? Hvert var heildarverðmæti bifreiðanna?
     2.      Hver voru meðalheildarlaun starfsmanna þessara stofnana árið 2017? Hver voru hæstu heildarlaun einstaks starfsmanns hverrar stofnunar árið 2017?
     3.      Fengu einhverjir starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra endurgreiddan aksturskostnað árið 2017 og hver var heildaraksturskostnaður hverrar stofnunar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns hverrar stofnunar?
     4.      Fengu einhverjir starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra endurgreiddan ferðakostnað í formi dagpeninga innan lands eða utan árið 2017 og hver var þá heildarferðakostnaður hverrar stofnunar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns hverrar stofnunar vegna ferðakostnaðar innan lands annars vegar og erlendis hins vegar?
     5.      Var símakostnaður greiddur fyrir einhverja starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra árið 2017 og þá fyrir hve marga starfsmenn hverrar stofnunar? Hver var heildarkostnaður hverrar stofnunar vegna símakostnaðar? Hver var hæsta greiðsla vegna einstaks starfsmanns hverrar stofnunar?
     6.      Fengu starfsmenn þessara stofnana greidda fatapeninga árið 2017? Hver var þá heildarkostnaður hverrar stofnunar vegna fatapeninga?


    Vegna fyrirspurnar um starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra var leitað svara hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, Fjölmenningarsetri, Jafnréttisstofu, Tryggingastofnun ríkisins, Vinnueftirliti ríkisins, Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara, ríkissáttasemjara og Barnaverndarstofu.
    Allar stofnanirnar sem haft var samband við fyrir utan eina sáu sér fært að svara fyrirspurn þingmannsins. Rétt er að taka þeim svörum sem fram koma hér með fyrirvara um að einhver forsendumunur getur verið í tölum eftir stofnunum. Svör við fyrirspurn þingmannsins má finna í meðfylgjandi töflu með skýringum.

Ríkisstofnun Meðallaun starfsmanna stofnunar Hæstu greiddu laun til einstaks starfsmanns Endurgreiddur aksturskostnaður Hæsta einstaka greiðsla aksturskostnaðar Endurgreiddur ferðakostnaður / dagpeningar Hæsta einstaka greiðsla innan lands Hæsta einstaka greiðsla erlendis Fjöldi starfs-manna með greiddan símakostnað Heildar-kostnaður vegna síma Hæsta einstaka greiðsla vegna síma starfsmanns Kostnaður vegna fatastyrkja
Barnaverndarstofa1 7.579.776 16.751.645 11.459.085 717.200 7.284.481 431.200 1.073.025 32 1.909.228 164.463 0
Fjölmenningarsetur 5.563.548 9.984.000 100.100 100.100 2.580.863 1.742.846 0 0 0 0 0
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins 8.859.284 16.574.925 1.152.030 245.960 1.890.400 486.080 449.107 2 104.239 62.893 178.265
Jafnréttisstofa 9.329.760 12.071.756 68.873 36.624 2.253.145 237.700 625.241 0 0 0 0
Ríkissáttasemjari 8.600.000 14.500.000 0 0 0 0 0 3 204.000 84.000 0
Tryggingastofnun ríkisins2 7.500.000 16.500.000 396.330 237.600 2.219.610 413.384 0 35 1.379.724 82.169 0
Umboðsmaður skuldara 11.370.785 13.799.957 0 0 491.367 96.164 96.164 6 3.974.285 250.337 0
Vinnueftirlit ríkisins3 7.900.536 15.381.084 16.387.162 1.384.900 23.819.218 1.604.600 1.002.948 0 10.528.252 228.976 1.253.440
Vinnumálastofnun
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga 7.686.444 12.627.120 173.502 49.170 5.714.685 119.670 501.860 13 457.342 151.461 24.995
Athugasemdir stofnana:
Engin þeirra stofnana sem haft var samband við lagði starfsmönnum sínum til bifreiðar til einkanota.
Nokkuð af þeim fatastyrkjum sem stofnanirnar greiða til starfsmanna sinna eru kjarasamningsbundnir.
1. 9 MST þerapistar stofnunarinnar nota bifreiðar við vinnu sína. Barnaverndarstofa á 5 þeirra en er með 4 á rekstrarleigu. Heildarverðmæti bifreiða Barnaverndarstofu er u.þ.b. 2,5 m.kr.
2. Hæsta einstaka greiðsla vegna ferða innanlands er til komin vegna kjarasamninga lækna.
3. Heildarkostnaður vegna síma miðast við afnotagjöld, notkun, netþjónustur, tengingar, farsíma og talsíma.
3. Kostnaður vegna fatastyrkja á við um nauðsynlegan vinnufatnað fyrir þá sem þurfa.