Ferill 524. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 768  —  524. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um óinnheimtar sektir í vararefsingarferli.

Frá Olgu Margréti Cilia.

     1.      Hversu margir einstaklingar hafa afplánað fangelsisrefsingu sem vararefsingu vegna óinnheimtra sekta, sundurliðað eftir árum frá því 2013?
     2.      Hversu margir bíða eftir að hefja afplánun fangelsisrefsingar sem vararefsingar vegna óinnheimtra sekta?
     3.      Hver er meðalfjárhæð sektar þeirra sem bíða eftir að hefja afplánun fangelsisrefsingar sem vararefsingar vegna óinnheimtra sekta?
     4.      Hver er meðalfjárhæð sektar þeirra sem hafa afplánað fangelsisrefsingu sem vararefsingu vegna óinnheimtra sekta frá því 2013?
     5.      Hversu miklar sektir hafa fallið niður þar sem ekki hefur verið hægt að hefja afplánun vararefsingar tímanlega frá því 2013? Í svari er óskað eftir upplýsingum um fjölda sektargerða og heildarfjárhæð.


Skriflegt svar óskast.