Ferill 531. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 775  —  531. mál.




Fyrirspurn


til forseta Alþingis um húsnæði Alþingis.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu stórt er húsnæði Alþingis, skipt eftir fasteignum, hve stór hluti er skrifstofuhúsnæði og til hvað þarfa er annað húsnæði?
     2.      Hvert var fermetraverð leigu hverrar fasteignar, hvort sem húsnæðið er í eigu ríkisins eða einkaaðila árin 2015–2017? Svar óskast sundurliðað eftir fasteign, sbr. þskj. 1165 á 146. löggjafarþingi. Í þeim tilfellum þar sem húsnæðið er í einkaeigu er óskað eftir upplýsingum um hver sé leigusali.
     3.      Hvaða hús eru í eigu Alþingis og hver var kostnaður við hverja eign árin 2015–2017, sundurliðað eftir helstu kostnaðarliðum?
     4.      Hve mörg ársverk voru unnin hjá Alþingi árin 2015–2017?


Skriflegt svar óskast.