Ferill 540. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 808  —  540. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um vinnutíma, tekjur og framfærslu fanga.

Frá Álfheiði Eymarsdóttur.


     1.      Hver er meðalfjöldi vinnutíma íslenskra fanga í viku hverri? Svar óskast sundurliðað eftir fangelsum.
     2.      Hversu stór hluti fanga er í fullri vinnu þar sem unnið er átta tíma á dag alla virka daga? Svar óskast sundurliðað eftir fangelsum.
     3.      Hverjar eru meðaltekjur fanga í íslenskum afplánunarfangelsum á mánuði, sundurliðað eftir fangelsum og því hvort um er að ræða þóknun fyrir vinnu eða nám, dagpeninga eða fæðisfé?
     4.      Telur ráðherra að þær fjárhæðir sem tilgreindar eru í reglugerð um þóknun fyrir vinnu og nám og dagpeninga til fanga, nr. 162/2017, séu nægjanlegar til þess að tryggja að fangi eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónulegrar umhirðu eins og segir í 1. mgr. 27. gr. laga um fullnustu refsinga, nr. 15/2016?
     5.      Telur ráðherra að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld uppfylli skyldur sínar varðandi framfærslu fanga og að meðferð þeirra sé í samræmi við lög, reglur og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að?


Skriflegt svar óskast.