Ferill 317. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 822  —  317. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra.


     1.      Hvaða starfsmönnum ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra lagði ríkið til bifreið árið 2017? Hvert var heildarverðmæti bifreiðanna?
    Engar bifreiðar til einkanota hafa verið lagðar til starfsmanna ráðuneytisins eða stofnana þess.

     2.      Hver voru meðalheildarlaun starfsmanna ráðuneytisins annars vegar og þessara stofnana hins vegar árið 2017? Hver voru hæstu heildarlaun einstaks starfsmanns ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar árið 2017?
     3.      Fengu einhverjir starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra endurgreiddan aksturskostnað árið 2017 og hver var heildaraksturskostnaður ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar?
     4.      Fengu einhverjir starfsmenn ráðuneytisins og þessara stofnana endurgreiddan ferðakostnað í formi dagpeninga innan lands eða utan árið 2017 og hver var þá heildarferðakostnaður ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns ráðuneytis annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar vegna ferðakostnaðar innan lands annars vegar og erlendis hins vegar?
     5.      Var símakostnaður greiddur fyrir einhverja starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra árið 2017 og þá fyrir hve marga starfsmenn ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar? Hver var heildarkostnaður ráðuneytisins og hverrar stofnunar vegna símakostnaðar? Hver var hæsta greiðsla vegna einstaks starfsmanns ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar ráðherra hins vegar?
     6.      Fengu starfsmenn ráðuneytisins eða þessara stofnana greidda fatapeninga árið 2017? Hver var þá heildarkostnaður ráðuneytisins og hverrar stofnunar vegna fatapeninga?

    Svör stofnana við töluliðum 2–6 má sjá í töflum á næstu síðum, en það skal þó tekið fram að gera þarf fyrirvara um að einhver forsendumunur getur verið í tölum eftir stofnunum. Sem dæmi má nefna útreikning á meðallaunum starfsmanna stofnunar.
Tafla – fyrri hluti.
Mannvirkjastofnun Úrvinnslusjóður Íslenskar orkurannsóknir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Vatnajökulsþjóðgarður Skógræktin Náttúrufræðistofnun Íslands* Þingvallaþjóðgarður*
Meðalheildarlaun árið 2017** 9.611 10.586 9.173 9.807 6.712 7.146 7.791 5.700
Hæstu heildarlaun einstaks starfsmanns 2017 14.106 14.998 14.333 16.473 12.047 20.697 12.643 15.400
Fengu einhverjir starfsmenn greiddan aksturskostnað 2017? nei
Heildaraksturskostnaður 2017 843 274 81 0 517 8.334 1.218 630
Hæsta samanlagða greiðsla aksturskostnaðar til einstaks starfsmanns 2017 227 249 56 0 220 1.263 324 279
Fengu einhverjir starfsmenn greidda dagpeninga 2017?
Heildardagpeningakostnaður 2017 6.064 1.858 14.500 670 4.335 10.270 8.825 4.237
Hæsta samanlagða greiðsla dagpen. v/ ferðakostn. innan lands til einst. starfsm. 2017 645 0 499 0 348 855 941 280
Hæsta samanlagða greiðsla dagpen. v/ ferðakostn. erlendis til einst. starfsm. 2017 791 962 1.474 413 46 1.007 465 454
Fjöldi starfsmanna sem fengu greiddan símakostnað 2017 27 5 57 2 46 0 3 8
Hæsta samanlagða greiðsla símakostnaðar til einstaks starfsmanns 2017 156 275 148 124 237 0 120 463
Heildarsímakostnaður*** 1.968 724 3.227 1.812 4.994 6.727 4.460 2.463
Fengu einhverjir starfsmenn greidda fatapeninga 2017? nei nei nei nei nei nei nei
Heildarkostnaður vegna fatapeninga 0 0 0 0 0 306 0 0

Tafla – seinni hluti.
Skipulagsstofnun* Umhverfisstofnun* Landmælingar Íslands* Landgræðsla ríkisins* Umhverfis- og auðlindaráðuneytið* Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn* Stofnun Vilhjálms Stefánssonar* Veðurstofa Íslands*
Meðalheildarlaun árið 2017** 8.314 7.500 7.969 7.128 9.761 5.540 7.007 7.601
Hæstu heildarlaun einstaks starfsmanns 2017 12.790 19.300 11.958 12.925 20.888 10.490 9.607 15.166
Fengu einhverjir starfsmenn greiddan aksturskostnað 2017? nei nei nei
Heildaraksturskostnaður 2017 0 305.000 251 25.530 0 0 140 2.028
Hæsta samanlagða greiðsla aksturskostnaðar til einstaks starfsmanns 2017 0 110 56 1.588 0 0 140 342
Fengu einhverjir starfsmenn greidda dagpeninga 2017? nei
Heildardagpeningakostnaður 2017 1.255 12.900 6.260 3.169 14.402 0 2.691 37.309
Hæsta samanlagða greiðsla dagpen. v/ ferðakostn. innan lands til einst. starfsm. 2017 11 128 613 210 0 0 114 2.244
Hæsta samanlagða greiðsla dagpen. v/ ferðakostn. erlendis til einst. starfsm. 2017 671 233 1.826 406 1.826 0 1.672 2.125
Fjöldi starfsmanna sem fengu greiddan símakostnað 2017 4 41 10 53 44 0 4 85
Hæsta samanlagða greiðsla símakostnaðar til einstaks starfsmanns 2017 198 156 186 50 151 0 218 126
Heildarsímakostnaður*** 1.951 6.700 1.521 5.096 4.361 475 705 4.130
Fengu einhverjir starfsmenn greidda fatapeninga 2017? nei nei nei nei nei nei nei
Heildarkostnaður vegna fatapeninga 0 0 19 0 0 0 0 0
Skýringar:
* Hlutastörf umreiknuð í heil stöðugildi við útreikning á meðalheildarlaunum.
** Við útreikning á meðalheildarlaunum var notuð sú regla fyrir starfsmenn sem unnu ekki allt árið að nota meðalheildarmánaðarlaun og margfalda með 12. Mismikið er af starfsmönnum í hlutastörfum og starfsmönnum sem vinna hluta úr ári eftir því hvaða stofnun á í hlut.
*** Við útreikning á heildarsímakostnaði var tekinn með allur kostnaður ríkisaðila vegna síma og nettenginga og þar á meðal kostnaður vegna rekstrar símstöðva.