Ferill 279. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 859  —  279. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ráðherrabíla og bílstjóra.


     1.      Hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum í starfi annars vegar og utan starfs hins vegar?
    Í 8. gr. reglugerðar nr. 1281/2014, um bifreiðamál ríkisins, segir að leggja skuli ráðherrum ríkisstjórnarinnar til bifreið til afnota vegna starfa sinna og til aksturs frá heimili að vinnustað. Bifreiðin skal vera í eigu og rekstri ríkisins og vera útbúin öryggiskerfi og staðsetningarbúnaði. Slíkri bifreið skal að jafnaði ekið af sérstökum bifreiðarstjóra sem sinnir jafnframt hlutverki öryggisvarðar hlutaðeigandi ráðherra. Tilgangur þessarar starfsemi er að veita ráðherrum aukið öryggi og þjónustu er þeir sinna embættisskyldum sínum.
    Gildandi reglugerð um bifreiðamál ríkisins er frá því 2014 og kom í stað eldri reglugerðar frá árinu 1991. Þá var hlutverki bifreiðarstjóra breytt og fengu þeir aukið hlutverk til að gegna öryggisgæslu ráðherra, m.a. með því að virkja öryggisbúnað ef þörf krefur og veita hlutaðeigandi ráðherra liðsinni ef upp koma aðstæður sem kunna að ógna öryggi farþega og bifreiðarstjóra. Þá var og sérstaklega mælt fyrir um að ráðherrabifreiðin skyldi nýtt til aksturs til og frá heimili ráðherra.
    Þess skal getið að undanfarið hefur verið unnið að því að endurskipuleggja umsýslu og rekstur bifreiða Stjórnarráðsins og ráðningarsamband ráðherrabílstjóra. Innleiðing nýs fyrirkomulags stendur yfir. Það miðar að hagkvæmari rekstri allra ráðherrabifreiða, skýrari umgjörð um notkun þeirra og að efldu hlutverki bifreiðarstjóra. Eftirleiðis verður umsjón með bifreiðum, rekstur þeirra og endurnýjun hjá miðlægri þjónustueiningu Stjórnarráðsins. Endurnýjun bifreiða verður í samræmi við vistvæna innkaupastefnu ráðherrabifreiða sem ríkisstjórnin samþykkti í febrúar þessa árs. Þá miðar hið nýja fyrirkomulag að því að efla starfsumhverfi bifreiðarstjóra og gera þeim betur kleift að gegna mikilvægu öryggishlutverki gagnvart ráðherra.

     2.      Hefur verið gert hlunnindamat vegna notkunar ráðherra á ráðherrabílum? Ef svo er, hvert er hlunnindamatið og á hvaða forsendum er það byggt?
    Samkvæmt eldri reglugerð frá árinu 1991 um bifreiðamál ríkisins kom fram að ráðherra gæti notað ráðherrabifreið til takmarkaðra einkanota. Þá taldist akstur til og frá heimili sem einkanot. Í gildandi reglugerð er ekki fjallað sérstaklega um rétt til takmarkaðra einkanota og jafnframt er gert ráð fyrir að ráðherrum sé ekið til og frá heimili, m.a. vegna öryggissjónarmiða. Fyrir vikið er hlunnindamat ekki reiknað.

     3.      Heldur ráðherra akstursdagbók þar sem skráð eru erindi og akstursvegalengd?
    Þar sem bifreiðin er einungis notuð til að aka ráðherra er ekki ástæða til að halda sérstaka akstursdagbók.

     4.      Er akstursdagbók yfirfarin og það metið hvenær ráðherra notar bifreiðina í embættiserindum og hvenær í einkaerindum? Hver fer yfir og leggur mat á það?
    Sjá svar við 3. tölul. fyrirspurnar þessarar.

     5.      Hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009? Sundurliðun óskast á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra.
    Eftirfarandi tafla sýnir kostnað við rekstur ráðherrabifreiðar, annars vegar launakostnað og hins vegar rekstrarkostnað bifreiðar, árin 2009 til 2017 skipt niður á ár og mánuði.

Tafla 1. Laun og launatengdur kostnaður.
2009 2010 2011 2012
Janúar 777.090 673.992 715695 710.210
Febrúar 714.535 626.873 646.429 710.210
Mars 1.119.989 799.644 646.429 744.649
Apríl 637.062 632.899 715.803 744.649
Maí 1.154.525 665.142 710.164 779.106
Júní 830.923 676.973 792.125 744.649
Júlí 647.041 652.475 715.804 744.649
Ágúst 654.030 652.436 715.804 744.649
September 695.743 652.451 772.351 744.649
Október 662.993 652.451 715.804 744.649
Nóvember 721.602 691.641 715.804 808.990
Desember 709.550 710.926 795.500 744.649
2013 2014 2015 2016 2017
Janúar 743.967 1.442.012 1.413.715 697.552 897.305
Febrúar 743.967 1.208.379 1.427.135 672.689 897.305
Mars 778.372 1.510.829 1.253.175 747.150 897.305
Apríl 778.372 1.428.671 1.317.328 885.349 908.415
Maí 813.911 1.439.318 1.191.288 778.846 930.279
Júní 778.372 1.431.821 649.200 508.298 897.294
Júlí 778.372 1.075.431 399.920 253.902 897.294
Ágúst 778.372 1.147.140 484.752 524.948 1.020.606
September 778.372 769.380 570.989 854.857 938.398
Október 778.372 490.220 795.792 893.261 938.398
Nóvember 778.375 1.606.624 750.319 951.324 938.401
Desember 842.886 1.222.297 713.483 903.187 1.042.934
    
Tafla 2. Rekstur bifreiðar.
2009 2010 2011 2012
Janúar 88.054 78.138 180.612 332.186
Febrúar 71.582 97.509 71.795 115.398
Mars 97.303 68.976 202.647 86.246
Apríl 96.189 69.906 78.895 89.841
Maí 158.891 136.235 65.878 127.622
Júní 30.439 54.656 117.835 63.920
Júlí 39.817 37.259 120.987 413.846
Ágúst 29.739 12.235 72.412 218.926
September 180.269 71.271 13.066 152.176
Október 73.588 77.431 14.655 88.644
Nóvember 61.214 176.126 70.564 129.800
Desember 129.568 57.913 77.364 111.153
2013 2014 2015 2016 2017
Janúar 349.494 103.682 168.424 214.121 159.309
Febrúar 66.782 106.864 241.980 121.900 127.441
Mars 339.288 58.591 189.392 94.379 102.739
Apríl 75.805 313.532 197.134 73.308 67.401
Maí 330.241 349.661 45.532 377.059 204.977
Júní 91.920 62.748 509.745 28.623 69.992
Júlí 211.176 135.007 109.516 311.166 181.600
Ágúst 243.917 41.791 61.057 19.283 65.476
September 17.725 231.597 220.924 37.269 180.020
Október 169.903 251.873 267.960 54.145 1.525.404
Nóvember 94.610 160.067 389.959 69.916 -116.735
Desember 69.618 65.709 165.295 11.670 157.403