Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 876, 148. löggjafarþing 115. mál: raforkulög og stofnun Landsnets hf. (ýmsar breytingar).
Lög nr. 24 8. maí 2018.

Lög um breytingu á raforkulögum og lögum um stofnun Landsnets hf. (ýmsar breytingar).


I. KAFLI
Breyting á raforkulögum, nr. 65/2003, með síðari breytingum.

1. gr.

     6. mgr. 9. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Flutningsfyrirtækið skal í samráði við raforkufyrirtæki setja almennar reglur um rekstur og stýringu raforkuflutnings sem Orkustofnun samþykkir. Í reglunum skal m.a. kveðið nánar á um þau atriði sem tilgreind eru í 3. og 4. mgr.

2. gr.

     Við 5. mgr. 9. gr. a laganna bætist: og um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

3. gr.

     Við 1. málsl. 2. mgr. 9. gr. b laganna bætist: og um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

4. gr.

     Á eftir orðunum „lagningu raflína“ í 2. mgr. 9. gr. c laganna kemur: og um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

5. gr.

     2. málsl. 10. mgr. 12. gr. a laganna fellur brott.

6. gr.

     Í stað orðsins „samkeppnisráði“ í 2. málsl. 2. mgr. 27. gr. laganna kemur: Samkeppniseftirlitinu.

7. gr.

     Á eftir orðunum „skýrslu um“ í 1. málsl. 2. mgr. 31. gr. laganna kemur: framkvæmd raforkueftirlits á liðnu ári og.

II. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun Landsnets hf., nr. 75/2004, með síðari breytingum.

8. gr.

     3. gr. laganna fellur brott.

9. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 2018.