Ferill 567. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 904  —  567. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um notkun stjórnvalda og ríkisstofnana á samfélagsmiðlum.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hvaða reglur gilda um notkun stjórnvalda og ríkisstofnana á samfélagsmiðlum og um umræður sem þar fara fram?
     2.      Hvaða skylda hvílir á stjórnvöldum og ríkisstofnunum til að meðhöndla og svara erindum borgara sem berast gegnum samfélagsmiðla, ýmist með einkaskilaboðum eða á svæði sem almenningur hefur aðgang að?
     3.      Hvaða rétt hafa almennir borgarar til að tjá sig á opnum samfélagsmiðlasvæðum stjórnvalda og ríkisstofnana? Er stjórnvöldum og ríkisstofnunum heimilt að meina einstökum netnotendum að tjá sig á slíkum samfélagsmiðlasvæðum með því að eyða ummælum þeirra eða með því að útiloka þá (e. block)?


Skriflegt svar óskast.